Greiðsla styrkja
Styrkþegar óska eftir greiðslu styrkja með því að senda beiðni með tölvupósti á skrifstofu safnaráðs á styrkur@safnarad.is
Upplýsingar sem þurfa að vera í greiðslubeiðninni
- Styrkþegi
- Kennitala styrkþega
- Bankanúmer sem á að leggja styrk inná (og kt. þarf að passa við það)
- Styrkár og úthlutun (aðal- eða aukaúthlutun)
- Nafn verkefnis
- id númer styrks (kom fram í úthlutunarpósti – er raðnúmer umsóknarinnar)
- Upphæð styrks
Nýting styrkja
Upplýsingar um skilaskýrslur má finna hér: https://safnarad.is/umsoknavefur/
Styrkþegar þurfa að skila skýrslu til safnaráðs um nýtingu styrkja úr safnasjóði. Öllum skýrslum um nýtingu styrkja er skilað í gegnum umsóknavef safnaráðs, beina tengla á skýrslurnar má finna hér fyrir neðan. Nýtingarskýrslu skal skila vegna allra styrktegunda, verkefna-, rekstrar- og símenntunarstyrkja.
Skýrslum um nýtingu styrkja skal skilað í síðasta lagi ári eftir að verkefni lýkur, en mælst er til að styrkþegar skili skýrslum um leið og verkefni lýkur.
Nýtingarskýrslur styrkja úr safnasjóði.
Styrkir til eins árs – áfangaskýrsla: Fyrir styrki sem eru 1.500.000 og hærri skal styrkþegi skila áfangaskýrslu til safnaráðs. Þeirri skýrslu skal skila í upphafi næsta árs, í síðasta lagi ári eftir styrkveitingu. Ef verkefni er lokið innan þess tíma, dugar að skila lokaskýrslu. Greiðsla styrkja verður þó ekki áfangaskipt að sinni.
Styrkir til eins árs – lokaskýrsla: Allir styrkþegar eiga að skila lokaskýrslu en hún er með svipuðu sniði og fyrri nýtingarskýrsla verkefnastyrkja. Þeirri skýrslu skal skila í síðasta lagi 12 mánuðum eftir lokaskiladag áfangaskýrslu (gildir fyrir alla styrki, einnig þá sem eru lægri en 1,5 m.kr.).
Öndvegisstyrkur – áfangaskýrsla: Árlega skila styrkþegar áfangaskýrslu vegna Öndvegisstyrkja. Ekki verður styrkur næsta árs greiddur út fyrr en henni hefur verið skilað og er samþykkt af framkvæmdastjóra.
Öndvegisstyrkur – lokaskýrsla: Við lok Öndvegisverkefnis, skila styrkþegar lokaskýrslu.
Styrkir úr aukaúthlutun: Allir styrkþegar eiga að skila lokaskýrslu, síðasti skiladagur er að jafnaði rúmu ári eftir styrkveitingu.
Umsóknavefur safnaráðs
Hér má finna allar umsóknir og skilaskýrslur safnaráðs
Mínar síður
Umsóknir í safnasjóð og önnur eyðublöð í vinnslu og innsendar umsóknir og eyðublöð má finna á Mínum síðum.