Meginhlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir í safnasjóð.
Hlutverk safnasjóðs er að efla starfsemi safna sem falla undir safnalög. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.
Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem söfn verða að uppfylla til að fá viðurkenningu safnaráðs.
Logi Einarsson menningarráðherra hefur nú úthlutað 23.660.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2024. Úr aukaúthlutun 2024 var 74 styrkjum úthlutað til 38 viðurkenndra safna, 53 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 21 styrkur til stafrænna kynningarmála. Ráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs. Listi yfir styrkveitingar úr aukaúthlutun safnasjóðs 2024 Úthlutun úr safnasjóði …
Í nóvember sl. fór fram bæði ráðstefna og málþing sem haldin voru í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Báðir viðburðir fjölluðu um mikilvæg málefni í safnastarfi, þar hélt Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri Safnaráðs erindi fyrir hönd Safnaráðs ásamt fjölda annarra áhugaverðra fyrirlesara. Hægt er að hlýða á upptökur af viðburðunum og finna tengla og dagskrá hér …
Árleg ferð safnaráðs fór fram í nóvember og fjögur söfn voru heimsótt á Vesturlandi. Það voru Byggðasafnið í Görðum á Akranesi, Byggðasafn Borgarfjarðar, Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og Landbúnaðarsafn Íslands. Auk ráðsmanna voru með forstöðumenn höfuðsafnanna þriggja sem sitja fundi safnaráðs stöðu sinnar vegna ásamt starfsfólki skrifstofu safnaráðs sem voru með í för. …
Safnaráð sendir öllum kærar jólakveðjur og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný fimmtudaginn 2. janúar 2025. Með bestu óskum um gjöfult, nýtt safnaár!
Safnaráð minnir á, að opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2024. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, mánudaginn 25. nóvember 2024. Í aukaúthlutun safnasjóðs árið 2024 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Hér má finna umsóknareyðublað. UPPLÝSINGAR …