Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 kl. 9.00-10.30
Staðsetning fundar: Foss Hótel, Stykkishólmi

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Ragnheiður Guðmundsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir.

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
  2. Umsóknafrestur í aðalúthlutun safnasjóðs 2025 var til 6. nóvember síðastliðinn. Umsóknir til eins árs voru 150 talsins að heildarupphæð 336.261.256 kr. frá 44 viðurkenndum söfnum og 3 öðrum aðilum. Öndvegisumsóknir voru 10 talsins frá 9 söfnum, að heildarupphæð 128.230.000 kr. fyrir árin 3 og fyrir 2025 kr. 51.300.000.
  3. Farið var yfir minnisblað um samráðsfund safnaráðs og menningarráðherra sem verður haldinn síðar í nóvember.

2.  Mál til ákvörðunar

  1. Tillaga um reglur samráðsfundar menningar- og viðskiptaráðherra og fagfélaga safnastarfs, eins og tilgreindur er í 7.gr. safnalaga nr. 141/2011 samþykkt.
  2. Tilnefning í Minjaráð Austurlands samþykkt, Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir er tilnefnd f.h. safnaráðs.
  3. Erindi frá Þjóðminjasafni vegna grisjunar safngripa frá Byggðasafni Reykjanesbæjar samþykkt.

3.  Önnur mál

  • Næsti safnaráðsfundur ákveðinn
  • Rædd tímalína vinnu matsnefndar

Fundi slitið kl. 10.30/ÞBÓ