Miðvikudaginn 9. október 2024 kl. 15.00-17.00
Staðsetning fundar: Austurstræti 5, 4.hæð
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.
Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Hilmar Malmquist, fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands: Harpa Þórsdóttir.
Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.
1. Mál til kynningar
- Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. M.a. var rætt um dagskrá haustferðar safnaráðs.
- Fjárveitingar næsta árs. Safnasjóður sér fram á 30 milljón króna niðurskurð frá fyrra ári, en niðurskurður er tvöfaldur, bæði á menningarsjóði almennt, svo á fjárlagaliðinn sjálfan. Hefur framkvæmdastjóri bæði sent erindi á ráðuneytið og svo sótt fund með skrifstofustjóra menningarmála og á þessu stigi er ráðuneytið að skoða málið.
- Leiðbeiningar um gerð viðbragðsáætlunar. Þar sem forvarnir og viðbragðsáætlanir eru nú í brennidepli hefur safnaráð í samstarfi við Nathalie Jacqueminet forvörð, útbúið leiðbeiningar um gerð viðbragðsáætlana samhliða fjarnámskeiðum sem öllum viðurkenndum söfnum stendur til boða. En á heimasíðu safnaráðs má nálgast gagnlegar upplýsingar t.a.m. eyðublað sem hægt er að nota til viðmiðunar um hvernig viðbragðsáætlun geti komið til með að líta út ásamt gátlista og ítarlegum leiðbeiningum.
- Farskóli safnafólks var haldinn á Akureyri 2.-4. október síðastliðinn og var Safnaráð með þrjá viðburði;
- október, kl. 14:00-14:30: Safnaráð aðgerðaráætlun & heimsmarkmiðin.
Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs - október, kl. 10:45-11.00: MOI – sjálfsmat fyrir söfn.
Klara Þórhallsdóttir, Safnaráði - október, 10:00 – 11:30: Vinnustofa og kynning á viðbragðsáætlunum safna
Safnaráð – Þóra Björk Ólafsdóttir, Klara Þórhallsdóttir, Nathalie Jacqueminet og Björk Hólm
- október, kl. 14:00-14:30: Safnaráð aðgerðaráætlun & heimsmarkmiðin.
- Ráðstefna Bláa skjaldarins í Rúmeníu. Klara sótti ársþing og ráðstefnu alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins daganna 9.-12. september sl. fyrir hönd safnaráðs. Ráðstefnan var haldin í Búkarest í Rúmeníu í samstarfi við Minjastofnun Rúmeníu (the Romanian National Institute for Heritage) en yfirskrift hennar var Shielding the Past: 70 years of the Hague Convention í tilefni af 70 ára afmæli Haag-samnings UNESCO frá 1954 um vernd menningarverðmæta komi til vopnaðra átaka. Klara fór ásamt formanni landsnefndar Bláa Skjaldarins á Íslandi, Heiðar Lind Hansson. Fróðleg og gagnleg ráðstefna þar sem landsnefndir um allan heim kynntu stöðu mála í sínu heimalandi, rætt var um Haag-sáttmálann frá 1954 og hvernig mætti útfæra og framkvæma inntak sáttmálans með sérstakri áherslu á að vinna viðbragðsáætlanir sem var einkar gagnlegt fyrir verkefni safnaráðs um þessar mundir.
- Harpa Þórsdóttir, þjóðminjavörður sagði frá fundi norrænna þjóðminjavarða sem hún sótti.
- Safnaráð flutti búferlum í lok september á fjórðu hæðina í Austurstræti 2. Þar á hæðinni eru auk skrifstofu ráðsins, Listahátíð í Reykjavík, Sviðslistamiðstöð, List fyrir alla, Myndlistamiðstöð og Bókmenntamiðstöð.
2. Mál til ákvörðunar
– engin mál til ákvörðunar
3. Önnur mál
- Næsti safnaráðsfundur ákveðinn.
- Rædd var staða eftirlitsmála
- Yfirferð á vefsíðu safnaráðs rædd.
- Rætt var um ráðstefnu í Listasafni Reykjavíkur í haust í samstarfi við Bifröst, um stefnur safna og menningarstofnana og þátttöku safnaráðs í henni
Fundi slitið kl. 17:00/ÞBÓ