Fimmtudaginn 5. desember 2024 kl. 15.00-17.00
Fundarstaður: Austurstræti 5, 4.hæð

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Hilmar Malmquist, fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands: Harpa Þórsdóttir.

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.

Ágústa Kristófersdóttir var gestur fundarins undir lið 1.2.

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. M.a. var sagt af tveimur málþingum sem framkvæmdastjóri ráðsins var með innlegg; málþingi um um styrkjakerfi listasafna á Íslandi og RáðStefnu, um stefnur í safna- og menningarstarfi. Einnig var sagt af fundi með menningar- og viðskiptaráðuneyti um Haag-samninginn.
  2. Ágústa Kristófersdóttir, formaður Rekstrarfélags Sarps og framkvæmdastjóri safneignar hjá Þjóðminjasafni Íslands heimsótti fundinn og kynna fyrir ráðinu nýjan Sarp, Sarp 2.0.
  3. Fjárhagsáætlun 2025 kynnt fyrir ráðinu, verður hún til samþykktar á næsta safnaráðsfundi.
  4. Sagt var frá samráðsfundi menningarráðherra og fagfélaga í safnastarfi sem haldinn var þriðjudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Á fundinn mættu f.h. menningarráðherra Sigrún Brynja Einarsdóttir, ráðuneytisstjóri og Arna Kristín Einarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Fundargerð samráðsfundar verður send safnaráði til kynningar auk þess að vera birt á vef ráðsins.
  5. Umsóknarfrestur í aukaúthlutun safnasjóðs 2024 var til 25. nóvember síðastliðinn, en 76 umsóknir bárust frá 38 viðurkenndum söfnum að heildarupphæð 24.860.000 kr.
  6. Athugið – Liður 1.6 var tekinn til umfjöllunar eftir lið Til samþykktar og lið 3. Other issues. Forstöðumenn höfuðsafna gengu þá af fundi og safnaráð sat eftir. Ræddar voru umsóknir í aukaúthlutun 2024 og ákveðin dagsetning úthlutunarfundar.

2.  Mál til ákvörðunar

– engin mál til ákvörðunar

3.  Önnur mál

  • Næsti safnaráðsfundur ákveðinn
  • Rædd var ályktun frá fagfélögum í menningarstarfi; „Tryggjum áfram öflugt, sjálfstætt menningarráðuneyti“.

Fundi slitið kl. 17.00/ÞBÓ