Þriðjudaginn 20. febrúar kl. 11.00 – 13.00
Location: Museum House, Hverfisgata

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Anna Lísa Rúnarsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Helga Lára Þorsteinsdóttir og Hilmar Malmquist komst ekki.

0. Samþykkt og undirritun fundargerðar 168 og 169. fundar safnaráðs

1. Presentation case

1.1  Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Safnaráð samþykkti að skrifa bréf til eiganda Skógasafns vegna auglýsingar um starf safnstjóra, þar sem ekki kom fram að Skógarsafn væri viðurkennt safn og þurfi starf safnstjóra að taka mið af því.

1.2  Rætt var hvort safnaráð eigi að leggja einhverjar áherslur fyrir umsóknir úr næstu aðalúthlutun safnasjóðs, en ráðið nýtir þessa heimild í aukaúthlutun safnasjóðs með símenntunarstyrkjum. Ákveðið var að ræða betur þessi atriði á næsta safnaráðsfundi.

1.3  Framkvæmdastjóri kynnti tölfræði yfir skráningu safnskosts viðurkenndra safna á fundinum, en þær upplýsingar koma úr Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2017. Safnaráð er að undirbúa þriðja hluta eftirlits með viðurkenndum söfnum, Eftirlit með skráningu gripa og aðgengi að safnkosti og sýningum, og í ljósi þess mun safnaráð óska eftir upplýsingum frá Sarpi um fjölda skráninga hjá viðurkenndum söfnum.

2. Matters for decision

2.1  Safnaráð samþykkti að flýta ferli fyrir aðalúthlutun úr safnasjóði, söfnum til hagsbóta.

Eftirfarandi tillaga samþykkt:

  • The application deadline is the end of October/November at the latest.
  • Proposal submitted to the evaluation committee a week later
  • First working meeting of the evaluation committee around November 15th
  • The evaluation committee will submit grades to the CEO around December 10th.
  • Distribution meeting at the beginning of the year
  • Tillögu skilað til ráðherra fyrir 10. Janúar

2.2  Safnaráð samþykkti þá breytingu á verkferli við veitingu frests á nýtingu styrkja: Framkvæmdastjóri getur veitt frest í samráði við formann safnaráðs. Yrði þá kynnt fyrir næsta fundi safnaráðs hvaða söfn fengu frest, undir liðnum 1 Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Ef formanni eða framkvæmdastjóra finnst ástæða til að leggja fyrir fundinn einhverjar frestumsóknir þá yrði það gert.

2.3  Safnaráð samþykkti matsskýrslur eftirlitsnefndar safnaráðs vegna 2. hluta eftirlits með viðurkenndum söfnun; Eftirlits með húsakosti safns, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum. Eru þetta söfn sem voru í 3. holli eftirlitsins og verða skýrslurnar sendar söfnunum í kjölfarið.

  • Hafnarfjörður Regional Museum
  • Gljúfrasteinn, hús skáldsins
  • Hafnarborg, the cultural and art center of Hafnarfjörður
  • The Icelandic Art Museum
  • Kópavogur Natural History Museum
  • The Living Art Museum

3. Other issues

Margrét Hallgrímsdóttir ræddi stöðu viðurkenndra safna hjá sveitarfélögum.

Framkvæmdastjóri sagði frá fundi með Byggðasafni Garðskaga, en svarbréf þeirra við athugasemdum safnaráðs frá síðasta ári var ekki fullnægjandi.

Harpa Þórsdóttir ræddi um hugsanlegan samning Listasafns Íslands við Myndstef vegna stafrænnar birtingar ljósmynda af listaverkum.  Ræddi hún m.a. um samning sænska Digisam, sem er rammasamningur og allmörg sænsk söfn eru aðilar að.

Önnur mál ekki rædd – Fundi slitið kl. 13:10 / ÞBÓ