Hér á landi starfar fjöldi safna, þau eru rekin af ríkinu, sveitarfélögum, félagasamtökum og sem sjálfseignarstofnanir. Einnig eru til söfn sem rekin eru af einkaaðilum.

Safnaráð fjallar um málefni þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011.

Hér má finna tengla og upplýsingar um ýmsa safntengda starfsemi á Íslandi.

Höfuðsöfnin þrjú

Höfuðsöfn eru í eigu ríkisins og eru miðstöðvar safnastarfsemi hvert á sínu sviði. Þau eru stofnuð með lögum þar sem nánar er kveðið á um starfsemi þeirra. Höfuðsöfn eru þrjú: Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Þau eru öðrum söfnum til ráðgjafar og skulu stuðla að samvinnu safna og samræmdri safnastefnu hvert á sínu sviði.

Höfuðsöfn skulu hafa forustu í málefnum safna á sínu sviði, stuðla að eflingu og samræmi í safnastarfi og leiða faglegt samstarf safna og annarra aðila. Höfuðsöfn skulu leitast við að efla og auka þekkingu og færni starfsfólks safna.

Höfuðsöfn skulu annast kynningu á sérsviði sínu innan lands og utan.

Safnkostur höfuðsafna skal vera undirstaða fræðslu- og sýningarstarfs þeirra. Hann skal jafnframt vera aðgengilegur til rannsókna.

Ennfremur er hægt að kynna sér laga umhverfi safna here.

Forstöðumenn höfuðsafna sitja einnig fundi safnaráðs stöðu sinnar vegna. 

Félag íslenskra safna og safnmanna – FÍSOS

FÍSOS var stofnað árið 1981 í þeim tilgangi að efla samstarf og menntun þeirra sem starfa á lista-, minja- og náttúrufræðisöfnum á Íslandi. Markmið félagsins eru fernskonar og bundin í lög félagsins; að efla samstarf og kynni milli safna og safnmanna, fjalla um safnamál, auka þekkingu og fræðslu á söfnum og safnstörfum og annast samskipti við safnmenn og hliðstæð samtök erlendis. Í öðru lagi að leitast við að tryggja réttindi og hagsmuni félagsmanna. Í þriðja lagi að halda Farskóla safnmanna þar sem starfsmenn safna fái starfsfræðslu og endurmenntun. Og í fjórða lagi að gefa út fréttabréf. Þessum markmiðum er einnig reynt að ná með útgáfustarfsemi, fundahaldi, fyrirlestrum, námskeiðum og ferðalögum.
Vefsíða FÍSOS 

Íslandsdeild alþjóðaráðs safna – ICOM

Alþjóðaráð safna (ICOM) starfar í þágu samfélagsins og framþróunar þess með því að standa vörð um menningararf og menningarafurðir. ICOM starfar í lands- og fagdeildum sem einbeita sér að afmörkuðum sviðum safnastarfs. Íslandsdeild ICOM var stofnuð árið 1985, sem faglegur vettvangur íslenskra safnamanna og tengiliður við alþjóðasamtökin.
Vefsíða Íslandsdeildar ICOM

Námsbraut í safnafræði við Háskóla Íslands

Námsbraut í safnafræði hóf göngu sína í Háskóla Íslands árið 2009. Safnafræði er nú kennd sem BA-nám sem aukagrein, framhaldsnám á meistarastigi og sem doktorsnám.

Safnafræði er í eðli sínu þverfagleg þar sem hinar ýmsu fræðigreinar tengjast störfum safna. Hér má nefna sagnfræði, fornleifafræði, listfræði, þjóðfræði, mannfræði, bókmenntafræði og málvísindi. Einnig raunvísindagreinar svo sem náttúrufræði og greinar líkt og forvörslu, kennslufræði og upplýsingatækni. Þá má nefna greinar sem tengjast stjórnun, tölvum, markaðs- og hagfræði og loks ferðamálafræðum, að ónefndum fjölda greina á sviði hönnunar og miðlunar.
Vefsíða námsbrautarinnar
Kynningarbæklingur um námið

Hagstofan

Hagstofa Íslands safnar og birtir ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um safnastarfsemi á Íslandi.

Gagnasöfnin má finna here.

Íslenski safnadagurinn

Every year there is International Museum Day celebrated on May 18th in collaboration FÍSOS and Icelandic Section of ICOM. Markmiðið með deginum er að kynna og efla safnastarf á Íslandi en þá eru söfn hvött til að standa fyrir viðburðum og jafnvel ókeypis aðgangur í tilefni dagsins. Þar sem um alþjóðlegan viðburð er að ræða eru þátttakendur dagsins í 140 löndum og allt að 35.000 söfn sem halda upp á daginn. Þann 18. maí næstkomandi er söfn hvött til að taka þátt í Alþjóðlega safnadeginum og þema í ár „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“ sem varpar ljósi á valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

3. Heilsa og vellíðan: Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir fólk á öllum aldri, með tilliti til andlegrar heilsu og hættunnar sem felst í félagslegri einangrun.

13. Aðgerðir í loftslagsmálum: Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, draga markvisst úr kolefnislosun á norðurhveli jarðar og minnka mengun á suðurhvelinu.

15. Líf á landi: Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og gefa röddum frumbyggjaþjóða meira vægi í umræðunni.

Söfn hafa veigamiklu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun og vellíðan fólks í þeim samfélögum sem þau þjóna. Starfsemi safna byggir á trausti almennings auk þess sem þau tengja saman ólíka hópa og eru því í einstakri stöðu til þess að koma jákvæðum breytingum til leiðar. Söfn geta lagt lóð sín á vogarskálarnar og stutt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með ýmsum hætti: allt frá því að taka þátt í loftslagsaðgerðum og hlúa að fjölbreytileika til þess að beita sér gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu.

Á hverju ári síðan 2020 hefur Alþjóðlegi safnadagurinn varpað ljósi á valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í samþykktum ICOM frá árinu 2019 varðandi sjálfbærni og samkomulag Sameinuðu þjóðanna, Að breyta heiminum: Áætlun um sjálfbæra þróun 2030 (eTransforming Our World: the 2030 Agenda for Sustainable Development), segir: öllum söfnum ber skylda til þess að leiða og leggja grunn að sjálfbærri hugsun til framtíðar, jafnt með fræðslu, sýningahaldi, samfélagsverkefnum og rannsóknastarfi.

Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum.

Nú er íslenski safnadagurinn haldinn með alþjóðlega safnadeginum, sem er 18. maí ár hvert. Markmið alþjóðlega safnadagsins er þó ávalt að kynna og efla safnastarf í heiminum og á hverju ári er sérstök yfirskrift eða þema sem er í forgrunni. Upplýsingar um alþjóðlega safnadaginn má finna á vefsíðu Félags íslenskra safna og safnmanna.

Íslensku safnaverðlaunin

Íslensku safnaverðlaunin eru veitt annað hvert ár og er ætlað að vekja athygli á því sem vel er gert á íslenskum söfnum. Þeim er jafnframt ætlað að efla faglegan metnað og vera hvatning til að kynna menningu þjóðarinnar á framsækinn og áhugaverðan hátt. Að safnaverðlaununum standa Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna og safnamanna (FÍSOS).

Verðlaunin eru veitt einu safni sem þykir hafa skarað fram úr og vera til eftirbreytni. Ekki er gerður greinarmunur á tegundum safna og koma því öll söfn á landinu til greina; minja- og byggðasöfn, listasöfn, náttúrugripasöfn og önnur sérsöfn.

Safnverðlaunin voru fyrst veitt árið 2000. Valnefnd skipuð fulltrúum félaganna og fulltrúa frá safninu sem síðast hlaut verðlaunin velur úr innsendum hugmyndum en óskað er eftir tillögum frá almenningi jafnt sem fagmönnum. Viðurkenningin sem felst í verðlaununum er bæði heiður og hvatning söfnunum þrem sem hljóta tilnefningu ekki síður en því safni sem hlýtur verðlaunin.

Verðlaunahafar

2024: Reykjavik Art Museum

2022: Akureyri Museum

2020: National Museum of Iceland

2018: Listasafn Árnesinga

2016: Byggðasafn Skagfirðinga

2014: Rekstrarfélag Sarps

2012: Byggðasafn Suður-Þingeyinga, Húsavík

2010: Nýlistasafnið

2008: Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði

2006: Minjasafn Reykjavíkur

2003: Þjóðminjasafn Íslands, myndadeild

2002: Byggðasafn Árnesinga

2001: Listasafn Reykjavíkur

2000: Síldarminjasafnið á Siglufirði

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu ICOM