Safnaráð setur skilmála varðandi húsnæði, öryggismál, aðgengi, skráningarkerfi og faglegt starf sem viðurkennd söfn verða að uppfylla. Öll viðurkennd söfn starfa í samræmi við siðareglur Alþjóðaráðs safna (ICOM) og ákvæði laga sem er grundvöllur fyrir faglegu safnastarfi. Hér má finna úrval handbóka og leiðbeininga, ásamt öðru hagnýtu efni sem styður við fagleg vinnubrögð um langtímavarðveislu safnkosts.

Þá er einnig hægt að sækja sniðmát fyrir gerð viðbragðsáætlunar sem öll viðurkennd söfn eiga að gera ásamt gátlista fyrir samskipti við viðbragðsaðila.

Handbækurnar eru ætlaðar öllum sem starfa við varðveislu menningararfsins, þar á meðal safnmönnum, skjalavörðum, fornleifafræðingum, prestum og staðarhöldurum, en nýtist einnig háskólanemum í þeim fræðigreinum sem tengjast menningararfinum.

Einnig má finna merki Safnaráðs hér, en á öllu útgefnu efni, auglýsingum o.s.frv. sem tengist styrktum verkefnum úr safnasjóði skal þess getið að það fái styrk frá safnasjóði.