Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 kl. 14.00-16.00
Fundarstaður: Austurstræti 5, 4.hæð
Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Guðrún Dröfn Whitehead, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Jóhanna Erla Pálmadóttir og Hlynur Hallsson.
Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Náttúruminjasafn Íslands: Ragnhildur Guðmundsdóttir, fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands: Harpa Þórsdóttir.
Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri, sem ritar fundargerð og Klara Þórhallsdóttir.
1. Presentation case
1.1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. M.a. sagt frá að verkefnastjórnun hjá skrifstofu ráðsins, uppfærslu á vef ráðsins og skoðun á nýju umsóknakerfi. Tölum var skilað til Hagstofunnar, en hún hefur ekki óskað eftir þeim síðustu tvö ár.
1.2. Ársskýrsla safnaráðs 2024 var lögð fram til samþykktar á næsta fundi.
1.3. Rætt var möguleikann á að Safnaráð myndi bjóða uppá sérsniðið 1-2ja daga námskeið sem fjallaði annars vegar um fyrirbyggjandi forvörslu og aðbúnað safngripa m.t.t. krafna ráðsins og svo hins vegar um viðbragðsáætlanir og hvernig þetta tvennt hangir saman. Safnaráð var samþykkt að halda áfram með skoðun og skipulag á verkefninu.
1.4. Rædd voru umsóknarferli fyrir næstu tvær umsóknarlotur, aukaúthlutun 2025 og aðalúthlutun 2026.
1.5. Rætt var um stefnumótun viðurkenndra safna og þau gögn sem ætlast er til að fylgi henni í Stefnumörkun um safnastarf og Aðgerðaráætlun, en viðurkennd söfn eiga að skila höfuðsöfnum stefnur sínar. Framkvæmdastjóri safnaráðs mun vinna upplýsingaskjal fyrir söfn.
1.6. Rædd var haustferð Safnaráðs 2025 og ákveðið að fara dagsferð um höfuðborgarsvæðið að þessu sinni.
2. Matters for decision
2.1. Fundargerð samráðsfundar ráðherra og fulltrúum höfuðsafna og þeirra fagfélaga sem koma að starfi safnanna sem haldinn var í júní síðastliðnum, var samþykkt og verður birt á vef ráðsins.
3. Other issues
- Tímasetning næsta safnaráðsfundar
Fundi slitið kl. 16.00/ÞBÓ