Aðgerðaráætlun fyrir stefnumörkun um safnastarf
Í aðgerðaáætluninni eru settar fram sex aðgerðir sem vinna að markmiðum stefnumörkunar um safnastarf.
Aðgerð 1 – Söfn fyrir öll – kynning á safnastarfi
Aðgerð 2 – Efling innviða
Aðgerð 3 – Faglegt starf – undirstaða verndunar menningar- og náttúruarfs
Aðgerð 4 – Varðveisla þekkingar og samstarf safna
Aðgerð 5 – Fræðsluhlutverk safna
Aðgerð 6 – Þekkingarsköpun á söfnum og fræðastörf
Aðgerðaáætlunin byggir á Policy on museum work en sjö meginmarkmið liggja til grundvallar stefnumörkunarinnar. Aðgerðirnar sem hér eru settar fram skarast og styðja við fleiri en eitt meginmarkmið. Aðgerðaráætlunin leggur línurnar um áherslumál næstu þriggja ára. Gildistími þessarar fyrstu aðgerðaáætlunar er 2023-2026 en að þeim tíma liðnum verður hún endurskoðuð og ný aðgerðaáætlun sett fram.
Áhersla er lögð á fimm lykilþætti og geta aðgerðirnar tengst einum eða fleiri þáttum í senn.
Lykilþættir aðgerðaáætlunar eru eftirfarandi:
• Rekstraröryggi
• Efling þekkingar innan safna
• Faglegur aðbúnaður safnkosts
• Tengsl við samfélagið
• Sjálfbærni og varðveisla til framtíðar
Starfshópur um aðgerðaáætlun
Aðgerðaáætlunin var unnin í víðtæku samráði við safnafólk en undirbúningur hennar hófst með vinnustofu á Farskóla FÍSOS – fagráðstefnu safnafólks í október 2021.
Á haustmánuðum 2022 var skipaður starfshópur til að vinna aðgerðaáætlun til að fylgja stefnumörkuninni eftir. Starfshópinn skipuðu 8 manns, fulltrúar höfuðsafna, viðurkenndra safna auk fulltrúa safnaráðs:
Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar, Þjóðminjasafn Íslands
Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri, Byggðasafn Skagfirðinga
Dagný Heiðdal, sérfræðingur, Listasafn Íslands
Helga Lára Þorsteinsdóttir, fulltrúi í safnaráði f.h. ICOM og safnstjóri RÚV
Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður, Grasagarður Reykjavíkur
Hólmar Hólm kynningarfulltrúi, Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
Klara Þórhallsdóttir sérfræðingur, safnaráð
Snæbjörn Guðmundsson sérfræðingur, Náttúruminjasafn Íslands
Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs
Aðgerðaráætlunin er unnin í samstarfi safnaráðs og höfuðsafnanna.
F. hönd stofnanna sátu:
Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs
Klara Þórhallsdóttir, sérfræðingur safnaráðs
Harpa Þórsdóttir, þjóðminjavörður, Þjóðminjasafn Íslands
Dr. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður, Náttúruminjasafn Íslands
Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri, Listasafn Íslands
Aðgerðaráætlunin var unnin undir verkstjórn Jóhönnu Símonardóttur hjá Sjá ráðgjöf