Safnaráð heimsækir söfn á höfuðborgarsvæðinu

Í árlegri safnaheimsókn safnaráðs voru nokkur söfn á höfuðborgarsvæðinu heimsótt. Það voru Icelandic Film Museum, Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, Hafnarfjörður Regional Museum and Icelandic Museum of Natural History. Safnaráð ásamt forstöðumönnum höfuðsafnanna þriggja og starfsfólki skrifstofu safnaráðs gerðu sér dag og heimsóttu söfnin sl. september.

Í köldum varðveislurýmum Kvikmyndasafnsins

Kvikmyndasafn Ísland

Í Hafnarfirði tók Þóra Ingólfsdóttir safnstjóri Kvikmyndasafns Íslands á móti hópnum og leiddi inn í hvert varðveislurýmið á fætur öðru. Icelandic Film Museum er afar sérhæft safn þar sem filmur þurfa mjög sértæk varðveislurými en þau eru frekar eins og frystiklefar, enda filmur best geymdar við lágt hitastig. Safnið er til húsa við Hvaleyrabraut 13 í húsnæði sem upphaflega var byggt sem fiskvinnsluskóli og í var saltverkunar- og frystihús, en nýtist nú vel til filmuvarðveislu og starfsemi kvikmyndasafnsins.

Þóra safnstjóri leiðir hóp um safnið

Mikið verk er að varðveita filmur en þær eru viðkvæmar og af ólíkri gerð, sem krefst góðrar sérfræðiþekkingar til að vinna með. Það var merkilegt að fá að skoða inn í varðveislurýmin og fá innsýn inn í verkefnin hjá starfsfólki safnsins m.a. við að þvo, skanna og yfirfæra filmur yfir á stafrænt form, skráningar, rannsóknir og margt flr. Kvikmyndasafn Íslands hefur undanfarin ár unnið að ótrúlega áhugaverðum rannsóknum á kvikmyndaarfinum og miðlað þeim m.a. á heimasíðunni en einnig í samstarfi við Ríkissjónvarpið í þáttaröðinni Perlur sem hefur notið vinsælla. Kvikmyndasafn Íslands hefur hlotið styrki úr safnasjóð sem hafa nýst vel í margvísleg verkefni síðastliðin ár og hlaut Öndvegisstyrk 2024 og vinnur nú að kvikmyndarannsókn um Loft Guðmundsson frumherja í kvikmyndagerð.

Í Sverrissal Hafnarborgar

Haustsýning og fjölbreytt starf Hafnarborgar

Safnaráð heimsótti næst í Hafnarborg þar sem Aldís Arnadóttir safnstjóri ásamt starfsfólki tók á móti okkur og sagði frá starfsemi safnsins. Í Hafnarborg er unnið metnaðarfullt menningarstarf, en þar eru settar upp fjölbreyttar sýningar í báðum sölum hússins, en auk þess eru margvíslegir viðburðir bæði sem tengjast yfirstandi sýningum en einnig tónleikar, fundir, fyrirlestra og fleira. Safnaráð skoðaði yfirstandi samsýningar annarsvegar, Þú ert hér: Frá Uppsölum til Hafnarfjarðar og Hafnarfirði til Uppsala þar sem tengsl við einn af 10 vinabæjum Hafnarfjarðar eru gerð skil. Sýningin Algjörar skvísur er í stærri sal Hafnarborgar, sýningin, sem er jafnframt fimmtánda sýningin í haustsýningarröð Hafnarborgar, þar sem þar sem sýningarstjórum býðst að senda inn tillögu að sýningu í safninu og láta rödd sína heyrast í gegnum opið umsóknarferli ár hvert.

Köldu ljósin nýjasta viðbót Byggðasafns Hafnarfjarðar 

In Byggðasafni Hafnarfjarðar eru fjölmargar sýningar og þónokkrir sýningarstaðir víðsvegar um Hafnarfjörð, safnaráð heimsótti Pakkhúsið og fékk leiðsögn um sýningarnar, ein var um sögu skátastarfs í Hafnarfirði, Ávallt viðbúin, skátastarf í 100 ár sem fékk stuðning úr safnasjóði og svo fastasýning um sögu bæjarins og leikfangasýning á efri hæð hússins.

Mynd fengin af vef Byggðasafns Hafnarfjarðar af sýningunni Köldu ljósum.

Bæjarminjavörður Byggðasafnsins Björn Pétursson, sýndi okkur skilti sem eru víðsvegar um Hafnarfjörð á vegum safnsins með myndum og kóðum. En þannig er hægt að lesa sér til um sögu- og minjastaði í bænum og þannig mynda skiltin saman heillega mynd af sögu og menningu bæjarins. Nýjasta viðbót safnsins er sýningin Köldu ljósin sem var sett upp í tilefni af 120 ára afmælis fyrstu almenningsrafveitunnar á Íslandi. Sýningin, sem opnaði fyrir ári síðan, er í undirgöngunum, undir Lækjargötu við Hamarskotslæk og alveg einstaklega vel heppnuð og óvænt, sýningin er öllum opin allan sólarhringinn.

Skoðunarferð í Náttúruhúsi í Nesi

Náttúruhús í Nesi

Safnaráð heimsótti nýjar framtíðarhöfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands, Náttúruhús í Nesi en þar var mikið um að vera og framkvæmdir í hámæli en áætlað er að húsnæðið verði tilbúið í byrjun næsta árs. Hópurinn fékk leiðsögn um húsið í fylgd Ragnhildar Guðmunsdóttur forstöðukonu sem sagði frá spennandi grunnsýningu sem mun fjalla um hafið í allri sinni dýrð með sérstakri áherslu á Norður-Atlantshafið, vistkerfi hafins og líffræðilega fjölbreytni þess. Að endingu fengum við að skoða varðveislurými Náttúruminjasafnsins skamt frá sem er ekki síður spennandi staður fyrir safnafólk að heimsækja og margt forvitnilegt að líta. Safnaráð er mjög þakklát fyrir góðar safnaheimsóknir og hlýjar móttökur og áhugaverð samtöl við starfsfólks safna.

Heimsókn í Hafnarborg. Frá hægri: Aldís Arnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason, Gunnhildur Guðmundsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Guðrún Dröfn Whitehead, Þóra Björk Ólafsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Hólmar Hólm, Ingibjörg Jóhannsdóttir og Hlynur Hallsson