Úthlutunarboð safnaráðs
Í tilefni aðalúthlutunar safnasjóðs 2018 sem var tilkynnt í mars síðastliðnum býður safnaráð til fagnaðar með safnmönnum mánudaginn 23. apríl kl. 17.00 – 19.00 í Listasafni Íslands.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp
Styrkþegar fimm hæstu verkefnastyrkjanna munu kynna verkefni sín
- The Regional Museum in Göður – Ný grunnsýning Byggðasafnsins í Görðum – Fasi 2
- Westfjords Regional Museum – Ég var aldrei barn, annar hluti
- Reykjavik City History Museum – Safngestir sem vísindafólk á sjóminjasafni
- Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs – GERÐUR | Grunnsýning á verkum Gerðar Helgadóttur
- Kópavogur Natural History Museum – Margmiðlunarvæðing grunnsýningar
Léttar veitingar í boði
Úthlutunarboðið verður í framhaldi af vorfundi listasafna sem Listasafn Íslands stendur fyrir og er frá kl. 13.00 – 17.00.
Styrkþegar safnasjóðs eru hvattir til að mæta sem og safnmenn allir.