Nýting styrkja úr safnasjóði 2015

Skilafrestur á skýrslu um nýtingu styrks úr safnasjóði 2015 er 1. maí 2017

 

Samkvæmt safnalögum ber þeim sem fá styrk úr safnasjóði að skila lokaskýrslu innan árs frá áætluðum lokum verkefnis. Nú eru tvö ár liðin frá úthlutun styrkja árið 2015 og þar sem styrkir eru veittir til eins árs má gera ráð fyrir að ár verði liðið frá lokum allra verkefna í lok apríl 2017.

Skýrslu um nýtingu styrks úr safnasjóði 2015 skal því skilað í síðasta lagi þann 1. maí 2017.

Skila skal skýrslum í gegnum umsóknavef safnaráðs:  https://safnarad.eydublod.is/Forms (Opens in a new browser window) og velja þar skýrslu vegna styrkársins 2015:
SKIL-Skýrsla um nýtingu styrks úr safnasjóði 2015 (Opens in a new browser window)

Vinsamlegast skilið ekki skýrslum með öðrum hætti.
Á umsóknavefnum má einnig finna Skýrslu um nýtingu styrks úr safnasjóði 2016 (Opens in a new browser window) og er styrkþegum frjálst að skila henni inn ef verkefni er lokið, en skilafrestur fyrir þá skýrslu er þó ekki fyrr en árið 2018.

Skráð er inn á umsóknavef með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Nánari upplýsingar má fá hjá framkvæmdastjóra safnaráðs thora@safnarad.is

Skýrslu skal einnig skila í einu undirrituðu eintaki* sem sent er í pósti til:
Museum Council
Gimli, Lækjargata 3
101 Reykjavik

* Prentskipun má finna á umsóknavef, efst í vinstra horninu.