Safnaráð auglýsir eftir umsóknum úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019

Símenntunarstyrkir til viðurkenndra safna - framlengdur umsóknarfrestur er til kl. 16.00, 25. nóvember 2019

Nú er opið fyrir umsóknir úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019, umsóknarfrestur er framlengdur til kl. 16.00 mánudaginn 25. nóvember 2019.

Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar.

Tveir flokkar styrkja eru í boði, Continuing education for museum employees annars vegar og Courses/speakers hins vegar, nýta má styrki innanlands jafnt sem erlendis. Sama umsóknareyðublað er fyrir báðar styrkflokka, merkt er við hvaða flokk er átt við.

Úthlutað verður úr sjóðnum fyrir árslok 2019 og á styrkur að vera nýttur í síðasta lagi í desember 2020.

Vakin er athygli á því að ekki er hægt að sækja um styrki fyrir símenntun, námskeið eða fyrirlestra sem er búið að sækja eða er lokið þegar umsóknarfresti lýkur.

Continuing education for museum employees
  • Recognized museums can submit at any time TVÆR umsóknir um styrki af flokknum Continuing education for museum employees.
  • Hvert safn getur að hámarki hlotið tvo styrki af þessum flokki.
  • Símenntunarstyrk fyrir starfsmenn safns má nota t.d. til að sækja formlega menntun hérlendis eða erlendis (m.a. með skipulögðum námskeiðum eða heimsóknum) eða sem ferða- og uppihaldsstyrk til starfsmannaskipta safna.
  • Hver styrkur verður að hámarki 300.000 krónur.
Courses/speakers

Söfn sækja ein um:

  • Recognized museums can submit at any time EINA umsókn um styrk af flokknum Courses/speakers.
  • Hvert safn getur að hámarki hlotið einn styrk af þessum flokki (sjá undantekningu vegna samstarfsverkefna viðurkenndra safna).
  • Þessi flokkur styrks er ætlaður sem styrkveiting til námskeiðshalds eða fyrirlestra innanlands sem gæti nýst stærri hóp safnamanna.
  • Hver styrkur verður að hámarki 300.000 krónur.

Samstarfsverkefni viðurkenndra safna:

  • Viðurkennd söfn geta einnig sótt um í samstarfi um styrk af flokknum Courses/speakersIf the collaboration is between at least two recognized museums, additional parties may also participate in these grant applications.
  • Sú umsókn hefur ekki áhrif á möguleika safnanna að sækja um Courses/speakers þegar söfnin sækja ein um.
  • Þessi flokkur styrks er ætlaður sem styrkveiting til námskeiðshalds eða fyrirlestra innanlands sem gæti nýst stærri hóp safnamanna.
  • Ef söfn sækja um í samstarfi, getur hver styrkur verið að hámarki 600.000 krónur.

Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Safnaráð veitir umsögn um styrkumsóknir úr safnasjóði. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum safnasjóðs nr. 551/2016 staðfestum af mennta- og menningarmálaráðherra 1. júní 2016.

Athugið að ef símenntunarstyrkur fæst, þarf að skila til safnaráðs skýrslu um nýtingu styrksins ásamt staðfestingu um að styrkurinn hafi verið nýttur í símenntun.

Nánari upplýsingar fást hjá Þóru Björk Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra safnaráðs, í síma 534-2234 og í netfangi: thora@safnarad.is.