Safnaráð er stjórnsýslunefnd sem starfar eftir Museums Act No. 141/2011 The main role of the Museum Council is to supervise museum activities in the country, work on policy for museum work, discuss museum charters and accreditations, and provide opinions on grant applications to the museum fund.
Menningarráðherra skipar safnaráð til fjögurra ára í senn.
Í 7. gr. safnalaga eru tilgreind svohljóðandi hlutverk safnaráðs:
- að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu,
- að vinna að stefnumörkun um safnastarf í samvinnu við höfuðsöfn sem send er ráðherra til samþykktar,
- að fjalla um stofnskrár eða samþykktir safna og staðfesta þær,
- að fjalla um viðurkenningu safna og afturköllun viðurkenningar áður en tillögur þar að lútandi eru sendar ráðherra,
- að setja skilmála um húsnæði safna, þar á meðal staðla um aðgengi og öryggismál þeirra,
- að setja skilmála um staðla fyrir skráningarkerfi safna og viðurkenningu á skráningarkerfum,
- að veita viðkomandi höfuðsafni umsögn um erindi er varða ráðstöfun eða förgun safngripa,
- að leggja mat á þörf fagsviðs eða landsvæðis fyrir sérstakt ábyrgðarsafn og fjalla um tillögu þar að lútandi áður en höfuðsafn sendir hana ráðherra,
- að setja safnasjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir,
- að veita umsögn um styrkumsóknir úr safnasjóði,
- að sinna öðrum verkefnum á sviði safnamála samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra.
Einnig segir í safnalögum að „safnaráð boðar til samráðsfundar a.m.k. árlega með ráðherra og fulltrúum höfuðsafna og þeirra fagfélaga sem koma að starfi safnanna. Safnaráð semur reglur um fyrirkomulag samráðsfundar, þátttakendur og dagskrá sem ráðherra staðfestir.“ (viðbót við safnalög frá júní 2023).
Skrifstofa safnaráðs er til húsa í Austurstræti 5, 101 Reykjavík.
Athugið að samkvæmt ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis sem hafði með málefni safnaráðs að gera til ársins 2022, eru heitin safnaráð og safnasjóður ávallt rituð með litlum upphafsstaf.