Ný reglugerð – hertar sóttvarnarreglur sem gilda til 2. febrúar 2022.

(Uppfært 11. janúar 2022 og 14. janúar) Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 23. desember og gildir til 12. janúar 2022 og var framlengd til 14. janúar. Í söfnum gilda eftirfarandi takmarkanir Söfn mega taka á móti 50 manns í hverju hólfi að börnum meðtöldum. Fyrir hverja 10 m² …

Listasafn Einars Jónssonar hlýtur viðurkenningu

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 21. október 2021 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins Listasafni Einars Jónssonar viðurkenningu. Listasafn Einars Jónssonar er í senn rótgróið og forvitnilegt listasafn frumkvöðuls í íslenskri myndlist. Safnið er staðsett í þriggja hæða alfriðuðu húsi á Skólavörðuholti umleikið viðamiklum höggmyndagarði. …

Hertar sóttvarnarreglur

Breyting á sóttvarnarreglum Eins og safnmenn hafa eflaust tekið eftir, er mikil aukning á smitum í samfélaginu. Hertar reglur hafa því tekið gildi til 8. desember. Almennar fjöldatakmarkanir eru 500 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Nálægðartakmörkun er almennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin. Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að …

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2022

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2022   Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þriðjudaginn 30. nóvember 2021 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs Styrkir til eins árs Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við …

Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs – umsóknarfrestur til kl. 16.00, þriðjudaginn 26. október

Í aukaúthlutun safnasjóðs 2021 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrir árslok 2021 og á styrkur að vera nýttur í síðasta lagi í desember 2022. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, þriðjudaginn 26. október 2021. Styrkir til stafrænna kynningarmála. Tilgangur með þessum styrkjum er að efla stafræna …

Nýjar sóttvarnarreglur – 500 manna fjöldatakmarkanir

Frá og með deginum í dag, 15. september, mega söfn taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta miðað við samkomutakmarkanir, sem eru nú 500 manns í hverju rými. Gæta þarf að 1 metra fjarlægðarreglu og ef ekki er hægt að tryggja hana, þarf að nota grímur. Takmarkanirnar gilda til 6. október næstkomandi. Söfn mega taka á …

New quarantine rules – valid from August 28th

Starting August 28th, museums are allowed to receive the maximum number of visitors allowed based on the gathering restrictions, which are currently 200 people per space. The 1-meter distance rule must be observed and if it cannot be ensured, masks must be worn. The restrictions apply until September 17th. Museums are allowed to receive …

Application for recognition of a museum according to the Museums Act

The Museum Council would like to remind you that the last date for submitting applications for recognition according to the Museums Act No. 141/2011, in order for the application to be processed before the application deadline for the museum fund for 2022 expires, is September 15, 2021. The application form for recognition of a museum can be found here, the following documents must accompany the application: Confirmation from the owner and/or board of the museum that a request is made for …

Sóttvarnaraðgerðir teknar upp að nýju – söfn mega taka á móti 75% af hámarksfjölda

Á miðnætti laugardagsins 24. júlí (aðfaranótt sunnudags) taka í gildi hertar sóttvarnaraðgerðir og gilda til og með 27. ágúst (framlengt um tvær vikur). Söfn og aðrir opinberir staðir megi taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda og að hámarki 200 manns í hverju rými. Gætt skuli að eins metra nándarreglu og er skylt að bera …

Sumarfrí safnaráðs 12. júlí – 9. ágúst.

Skrifstofa safnaráðs verður lokuð vegna sumarleyfa frá 12. júlí til 9. ágúst. Ef erindið er brýnt má ná í Þóru Björk framkvæmdastjóra safnaráðs í síma 820-5450.