Safnaráð tekur þátt í evrópsku samstarfsverkefni, MOI!

Museums of Impact! MOI! Museums of Impact er evrópskt samstarfsverkefni sem styrkt er af Creative Europe áætluninni. Verkefnið miðar að því að þróa sjálfsmatslíkan fyrir evrópsk söfn. Líkanið hjálpar söfnum að meta rekstur sinn á gagnrýninn og skapandi hátt og þróa getu sína til að mæta kröfum samfélags í þróun, samfélags sem verður sífellt fjölbreyttara, …

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2019 – símenntunarstyrkir til viðurkenndra safna

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað 47 símenntunarstyrkjum til viðurkenndra safna úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019 að heildarupphæð 12.186.800 kr. Veittar voru tvær tegundir styrkja, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar og Námskeið/fyrirlesarar hins vegar. Símenntun fyrir starfsmenn safns má nota m.a. til að sækja formlega menntun eða sem ferða- og uppihaldsstyrk til …

Safnasjóður hækkar um rúmar 100 milljónir á milli ára

Safnaráð fagnar því að í fjárlögum fyrir árið 2020 kemur fram að fjárveiting til safnasjóðs er aukin um rúmar 100 milljónir króna, í 250,3 millj.kr. fyrir árið 2020, 245,5 millj.kr. árið 2021 og 240,6 millj.kr. árið 2022. Þessi aukna fjárveiting mun auka möguleika safnasjóðs til að styðja við faglegt safnastarf í landinu.

The Museum Council is advertising for applications for the 2020 main allocation of the Museum Fund

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 13. desember 2019. Frá og með aðalúthlutun safnasjóðs 2020 verður sú breyting á að úthlutun úr sjóðnum er óskipt. Fallið er frá notkun hugtakanna „rekstrar- og verkefnastyrkir“ og þess í stað verða veittir styrkir úr safnasjóði í ákveðnum flokkum. Styrkir …

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019

Nú er opið fyrir umsóknir úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019, umsóknarfrestur er framlengdur til kl. 16.00 mánudaginn 25. nóvember 2019. Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Tveir flokkar styrkja eru í boði, …

Árleg skýrsla viðurkenndra safna 2019 – opið fyrir skil

Safnaráði er samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum er þríþætt og er einn hluti þess er eftirlit með rekstri safns og er það gert með yfirferð safnaráðs á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2019 er varðar rekstrarárið …

Application for recognition of a museum according to the Museums Act

Opið fyrir umsóknir til 31. ágúst 2019 Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2018 rennur út, er 31. ágúst 2019. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði …