Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2017

Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011 (Opnast í nýjum vafraglugga). Safnaráð veitir umsögn um styrkumsóknir úr safnasjóði. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 29. september 2015. Veittir eru bæði verkefnastyrkir og rekstrarstyrkir úr safnasjóði, upphæð og …

Símenntunarstyrkir safnasjóðs 2016

Haustið 2016 verða veittir símenntunarstyrkir til eflingar faglegu starfi viðurkenndra safna. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Viðurkennd söfn geta sótt um símenntunarstyrk fyrir starfsmenn sína. Að þessu sinni verður úthlutað að lágmarki alls um tveimur milljónum króna. Hver styrkur verður að hámarki 250.000 krónur. Hvert viðurkennt …

16 viðurkennd söfn hafa fengið tilkynningu um eftirlit safnaráðs

  Safnaráði er samkvæmt safnalögum 141/2011 falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Eftirlitið er þríþætt: a) Eftirlit með rekstri safns. Með yfirferð yfir árlega skýrslu safna til safnaráðs.b) Eftirlit með húsakosti safnsins, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum. Með þessu eyðublaði safna og úttekt forvarða á …

Ársskýrsla safnaráðs 2015

Ársskýrsla safnaráðs fyrir árið 2015 er nú aðgengileg á vef ráðsins. Skýrslan var samþykkt á 153. fundi ráðsins þann 30. ágúst s.l. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi safnaráðs árið 2015 og má þar finna yfirlit yfir úthlutun úr safnasjóði árið 2015. Þar er einnig samantekt á rekstri viðurkenndra safna árið 2014 sem getur nýst söfnum …

Verklagsreglur vegna úthlutunar úr safnasjóði

Verklagsreglunum er einnig hægt að niðurhala (PDF skjal)hér. 1.  Hlutverk safnaráðs Samkvæmt safnalögum er það hlutverk safnaráðs að veita umsögn um styrkumsóknir í safnasjóð. Þegar umsóknarfrestur er liðinn fer framkvæmdastjóri safnaráðs yfir umsóknirnar og tekur frá þær umsóknir sem ekki uppfylla skilyrði safnaráðs. Séu einhver vafaatriði eru þau lögð fyrir formann. Safnaráð fær lista yfir …

The annual application deadline for museum recognition is August 31st.

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2017 rennur út, er 31. ágúst 2016. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði 2017. Aðeins viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins …

Skrifstofa safnaráðs lokuð vegna sumarleyfa

  Skrifstofa safnaráðs verður lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 15. ágúst. Ef erindið er brýnt er hægt að ná í framkvæmdastjóra í síma 820-5450.

Nýjar úthlutunarreglur safnasjóðs

Nýjar úthlutunarreglur safnasjóðs tóku gildi 1. júní síðastliðinn og verður því úthlutað úr sjóðnum eftir breyttum reglum við næstu úthlutun. Munu breyttar reglur vera kynntar betur fyrir söfnum og hagsmunaaðilum næsta haust, en reglurnar má finna hér. Úthlutunarreglurnar hafa verið staðfestar af ráðherra og birtar í stjórnartíðindum (Opnast í nýjum vafraglugga).  

Úthlutun úr safnasjóði 2016

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði 2016, alls 108,4 milljónum króna. Af þeirri upphæð renna 78,8 milljónir til einstakra verkefna en tæpar 30 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt. Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 152 verkefni. Styrkjum er úthlutað til 93 verkefna …

Nýting styrkja úr safnasjóði árið 2014

Samkvæmt safnalögum ber þeim sem fá styrk úr safnasjóði að skila lokaskýrslu innan árs frá áætluðum lokum verkefnis. Nú líður senn að því að tvö ár séu liðin frá úthlutun styrkja árið 2014 og þar sem styrkir eru veittir til eins árs má gera ráð fyrir að ár verði liðið frá lokum allra verkefna þann 30. …