Aukaúthlutun 2018 – símenntunarstyrkir til viðurkenndra safna 2018
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað símenntunarstyrkjum til viðurkenndra safna úr aukaúthlutun safnasjóðs 2018, alls 11.512.100 kr. Veittar voru tvær tegundir styrkja, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar og Námskeið/fyrirlesarar hins vegar. Símenntun fyrir starfsmenn safns má nota til að sækja formlega menntun (til dæmis með skipulögðum námskeiðum) eða til óformlegri námsferða, …