Útkomin skýrsla – „Áhrif COVID-19 á safnastarf á Íslandi“

Safnaráð, Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM stóðu fyrir könnun á meðal safnstjóra viðurkenndra safna og ríkissafna í maí og júní síðastliðnum. Könnunin var um áhrif heimsfaraldurs COVID-19 á safnastarf á Íslandi og var hún jafnframt unnin í samstarfi við höfuðsöfnin þrjú. Markmiðið var að kalla eftir upplýsingum um þær áskoranir sem söfn …

Til styrkþega – vegna styrkverkefna sem frestast/falla niður vegna COVID-19

Safnaráð hefur áður tilkynnt til styrkþega að hægt sé að óska eftir fresti á nýtingu styrkja ef verkefnin frestast/falla niður vegna COVID-19 FRESTUR: Styrkverkefni sem frestast vegna COVID-19, fá það nánast í öllum tilfellum samþykkt. Eingöngu þarf að óska þess með tölvupósti til thora@safnarad.is með upplýsingum hvenær styrkurinn verður nýttur. T.d. Er þá hægt að …

Application for recognition of a museum according to the Museums Act

Opið fyrir umsóknir til 31. ágúst 2020 Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2021 rennur út, er 31. ágúst 2020. Umsóknareyðublað vegna viðurkenningar safns má finna hér, eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:  Staðfesting frá eiganda og/eða …

Hertar aðgerðir frá hádegi 31. júlí – 100 manna hámark og 2ja metra reglan tekin upp á ný

Upplýsingar til safna og gesta þeirra vegna hertra aðgerða Á hádegi þann 31. júlí næstkomandi taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt. Hertar aðgerðir fela meðal annars í sér: Takmörkun á fjölda …

Sumarfrí safnaráðs 10. júlí – 3. ágúst.

Skrifstofa safnaráðs verður lokuð vegna sumarleyfa frá 10. júlí til 3. ágúst. Ef erindið er brýnt má ná í Þóru Björk framkvæmdastjóra safnaráðs í síma 820-5450.

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2020 – flýtt úthlutun vegna COVID-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Bárust alls 37 umsóknir að heildarupphæð 61.195.000 kr. Allar umsóknir hljóta styrk og er heildarstyrkveiting 40.124.000 kr. …

Opnað fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2020

UPPFÆRT: UMSÓKNARFERLI ER LOKIÐ Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Í aukaúthlutun safnasjóðs geta eingöngu viðurkennd söfn sótt um styrk, ekki er tekið á móti umsóknum frá …

Íslensku safnaverðlaunin afhent 2020

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Þjóðminjasafni Íslands Íslensku safnaverðlaunin 2020 við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu mánudaginn 18. maí kl. 16.00. Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Einnig voru fimm verkefni tilnefnd en þau voru Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur, Náttúruminjasafn íslands og sameiginlega Minjasafns Austurlands, Tækniminjasafn …

Könnun til viðurkenndra safna og ríkissafna um COVID-19 og söfn

Áhrif COVID-19 eru mikil á starfsemi safna. Sem dæmi horfast söfn í augu við tekjufall vegna færri gesta, lokanir, breytingar á áætlunum, breytingu á starfshögum og jafnvel fækkun starfsfólk. Til að gera safnaráði kleift að meta þá erfiðleika sem söfn og starfsfólk standa frammi fyrir, er safnaráð nú í samstarfi við FÍSOS, ICOM á Íslandi …

Tilslökun á samkomubanni

Tilslökun á samkomubanni og möguleg opnun safna Breyttar reglur um takmarkanir á samkomum tóku gildi frá 4. maí, sjá á vefsíðu covid.is. Í því felst að söfn geta opnað fyrir gestum sínum á ný. Reglur um fjöldatakmörk (50 manns) og um tveggja metra nálægðarmörk eiga þó við og ber söfnum að virða þau skilyrði. Söfn …