Safnaráð auglýsir eftir umsóknum fyrir aðalúthlutun safnasjóðs 2021

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2021 Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 16. desember og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs Styrkir til eins árs Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við viðurkennd söfn, …

Hertar samkomutakmarkanir – 10 manna fjöldatakmarkanir

Safnaráð vekur athygli á hertari samkomutakmörkunum. 10 manna fjöldatakmarkanir taka gildi frá og með 31. október og nú verða það börn fædd 2015 og síðar sem ekki teljast með í hámarksfjölda. Í minnisblaði sóttvarnarlæknis stendur: „10. Söfn og aðrir opinberir staðir tryggi að farið sé eftir tíu manna fjöldatakmörkum, bil milli ótengdra aðila sé yfir …

Áframhaldandi samkomutakmarkanir – 2ja metra regla í gildi um allt land

Samkomutakmarkanir sem eiga við söfn gilda um allt land frá og með 20. október til 3. nóvember Nálægðartakmörk verða tveir metrar á milli ótengdra aðila – um allt land. Þar sem ekki er hægt að viðhafa nálægðarmörk er skylt að andlitsgríma verði notuð. Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými er 20 einstaklingar. Tryggja skal að blöndun …

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum úr seinni aukaúthlutun safnasjóðs 2020

Í seinni aukaúthlutun safnasjóðs árið 2020 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrir árslok 2020 og á styrkur að vera nýttur í síðasta lagi í desember 2021. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, þriðjudaginn 10. nóvember 2020. Veittar verða allt að 15 milljónir króna samtals. Styrkir …

Útkomin skýrsla – „Áhrif COVID-19 á safnastarf á Íslandi“

Safnaráð, Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM stóðu fyrir könnun á meðal safnstjóra viðurkenndra safna og ríkissafna í maí og júní síðastliðnum. Könnunin var um áhrif heimsfaraldurs COVID-19 á safnastarf á Íslandi og var hún jafnframt unnin í samstarfi við höfuðsöfnin þrjú. Markmiðið var að kalla eftir upplýsingum um þær áskoranir sem söfn …

Til styrkþega – vegna styrkverkefna sem frestast/falla niður vegna COVID-19

Safnaráð hefur áður tilkynnt til styrkþega að hægt sé að óska eftir fresti á nýtingu styrkja ef verkefnin frestast/falla niður vegna COVID-19 FRESTUR: Styrkverkefni sem frestast vegna COVID-19, fá það nánast í öllum tilfellum samþykkt. Eingöngu þarf að óska þess með tölvupósti til thora@safnarad.is með upplýsingum hvenær styrkurinn verður nýttur. T.d. Er þá hægt að …

Application for recognition of a museum according to the Museums Act

Opið fyrir umsóknir til 31. ágúst 2020 Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2021 rennur út, er 31. ágúst 2020. Umsóknareyðublað vegna viðurkenningar safns má finna hér, eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:  Staðfesting frá eiganda og/eða …

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2020 – flýtt úthlutun vegna COVID-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Bárust alls 37 umsóknir að heildarupphæð 61.195.000 kr. Allar umsóknir hljóta styrk og er heildarstyrkveiting 40.124.000 kr. …

Opnað fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2020

UPPFÆRT: UMSÓKNARFERLI ER LOKIÐ Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Í aukaúthlutun safnasjóðs geta eingöngu viðurkennd söfn sótt um styrk, ekki er tekið á móti umsóknum frá …

Könnun til viðurkenndra safna og ríkissafna um COVID-19 og söfn

Áhrif COVID-19 eru mikil á starfsemi safna. Sem dæmi horfast söfn í augu við tekjufall vegna færri gesta, lokanir, breytingar á áætlunum, breytingu á starfshögum og jafnvel fækkun starfsfólk. Til að gera safnaráði kleift að meta þá erfiðleika sem söfn og starfsfólk standa frammi fyrir, er safnaráð nú í samstarfi við FÍSOS, ICOM á Íslandi …