Athugið – Nú er lokað fyrir umsóknir í safnasjóð
Opnað verður næst fyrir umsóknir í sjóðinn haustið 2019

Aðalúthlutun safnasjóðs – rekstrarstyrkir

Viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins sótt um rekstrarstyrki til sjóðsins til að efla starfsemi sína.

Söfn sem eru viðurkennd samkvæmt ákvæðum safnalaga (fyrir utan þau sem eru í eigu ríkisins) geta sótt um rekstrarstyrki til sjóðsins til að efla starfsemi sína. Söfn sem hljóta rekstrarstyrk á fjárlögum geta ekki hlotið rekstrarstyrk úr safnasjóði sama ár. Safnasjóði er heimilt að verja allt að 40% af ráðstöfunarfé sínu ár hvert í styrki til að efla rekstur viðurkenndra safna.

Hægt er að sækja um rekstrarstyrki í safnasjóð til að:

  1. Efla faglega starfsemi safns og treysta rekstur þess
  2. Styrkja nýsköpun í rekstri og starfsemi safna
  3. Styrkja rekstur safna sem sameinast hafa öðrum menningarstofnunum
  4. Treysta samstarf safna við félagasamtök, stofnanir og aðra aðila um varðveislu og miðlun menningararfs í gegnum samninga

Rekstrarstyrkjum er úthlutað til eins árs; heimilt er að gera samninga til lengri tíma um rekstrarstyrki til viðurkenndra safna með fyrirvara um fjármögnun safnasjóðs.

Um umsóknina

Í umsókn um rekstrarstyrk skal koma fram skilgreining þeirra rekstrarþátta sem nýta á styrkinn í. Umsókninni skulu fylgja afrit af fjárhagsáætlun þess árs sem sótt er um styrk fyrir og ársreikningi síðasta rekstrarárs.

Safnaráð leggur faglegt mat á gæði umsókna um rekstrarstyrki og gerir tillögu til ráðherra um upphæð styrkja. Ekki verður sjálfkrafa gerð tillaga um styrki til allra umsækjenda sem uppfylla skilyrði laga um viðurkennd söfn heldur munu upphæðir og fjöldi styrkja ráðast af ráðstöfunarfé sjóðsins og fjölda og gæðum umsókna.

Eftirfylgni

Söfn sem hljóta rekstrarstyrk úr safnasjóði skulu skila sérstakri skýrslu til safnaráðs áður en greiðsla styrks næsta árs getur farið fram.

Skýrslum um nýtingu styrks er skilað á umsóknavef safnasjóðs.

Umsóknarfrest fyrir rekstrarstyrki úr aðalúthlutun safnasjóðs 2019 lauk kl. 16.00 föstudaginn 16. nóvember 2018.

Áætlað er að styrkveitingar vegna aðalúthlutunar safnasjóðs 2019 verði gerðar kunnar í febrúar 2019.