Hér er að finna svör við spurningum varðandi umsóknir um viðurkenningu safna og þau skilyrði sem söfn þurfa að uppfylla. Þessi síða er uppfærð reglulega. Þeim sem finna ekki svör við sínum spurningum er bent á að hafa samband við skrifstofu ráðsins safnarad@safnarad.is

Nei, frá árinu 2008 til 2012 fengu þau söfn sem töldust uppfylla skilyrði 10. gr. safnalaga viðurkenningarskjal þar sem staðfest var að safnið teldist viðurkennt safn samkvæmt þágildandi safnalögum nr. 106/2001. Með nýjum safnalögum nr. 141/2011 féllu þessar viðurkenningar úr gildi, enda einungis veittar til eins árs í senn.

Með safnalögum nr. 141/2011 varí fyrsta sinn tekin upp formleg viðurkenning safna samkvæmt ákveðnu viðurkenningarferli og skilmálum sem staðfestir eru af safnaráði og byggja á reglugerð frá ráðuneyti. Nú geta eingöngu þau söfn sem hafa verið viðurkennd samkvæmt nýjum safnalögum sótt um rekstrarstyrki úr safnasjóði. Um viðurkenninguna er sótt til safnaráðs sem síðan gerir tillögu um viðurkenningu safns til mennta- og menningarmálaráðherra, eða hafnar umsókninni.

Umsóknarfrestur er til 31. ágúst ár hvert, til að safn geti sótt um í safnasjóð fyrir árið á eftir.

Safnaráð hefur eftirlit með því að safnið uppfylli skilyrði viðurkenningarinnar og gerir tillögur um afturköllun viðurkenningar telji það verulegar brotalamir í starfsemi safns .