Hér má finna sniðmát fyrir umsókn um viðurkenningu safns. Umsókn um viðurkenningu skal fylla út samkvæmt bestu vitund. Til að geta  sótt um rekstrarstyrk úr safnasjóði þarf safn að vera viðurkennt safn skv. 10. gr. safnalaga nr. 141/2011.

Síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð rennur út, er 31. ágúst ár hvert.

Hægt er að hlaða sniðmátinu niður og fylla inn í það. Það skal síðan senda til safnaráðs ásamt öðrum gögnum.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni: 

  • Afrit af síðasta ársreikningi safnsins
  • Afrit af gildandi stefnumörkun
  • Afrit af söfnunarstefnu
  • Afrit af neyðaráætlunum
  • Afrit af síðustu úttekt eldvarnareftirlits
  • Afrit af starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti
  • Afrit af síðustu úttekt á öryggiskerfum

Umsækjendur eru minntir á að vista sniðmátið áður en fyllt er inn í það svo engar upplýsingar glatist.

Tekið er við rafrænum umsóknum í tölvupósti á netfangið safnarad@safnarad.is
Einnig má senda umsóknir í pósti á:

Safnaráð
Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík

Safnaráð gerir tillögur um viðurkenningu safna og sendir til mennta- og menningarmálaráðherra sem veitir formlega viðurkenningu.