Söfnun, skráning, varðveisla, rannsóknir, miðlun

Skilgreining ICOM, alþjóðaráðs safna, á safni er sú að safn sé „stofnun með fastan rekstur sem ekki er rekin í ágóðaskyni heldur til þjónustu við samfélagið og til framgangs þess,  er opin almenningi og  safnar, varðveitir, rannsakar, miðlar og sýnir – til skoðunar, menntunarauka og ánægju – það sem til vitnis er um fólk og umhverfi þess, bæði áþreifanlegt og óáþreifanlegt.“ (Siðareglur ICOM fyrir söfn).

Í safnalögum er þetta orðað svo: „Með söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum, sýningum og annarri miðlun er það hlutverk safna að tryggja menningar- og náttúruarf Íslands, varpa ljósi á menningar-, náttúru- og listasögu landsins, styrkja safnkost og heimildasöfnun innan síns sérsviðs og gera safnkost sinn og heimildasöfn aðgengileg almenningi og fræðimönnum. Í starfi sínu skulu söfn hafa að leiðarljósi að auka lífsgæði manna með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista, náttúru eða vísinda.“ (úr 3. gr.)