Eftirlit safnaráðs

Safnaráði er samkvæmt safnalögum falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna.

Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum er þríþætt:

1) Eftirlit með rekstri safns.
Með yfirferð yfir árlega skýrslu safna til safnaráðs. Hana má fylla út á umsóknavef safnaráðs.

 • Gögn sem safn þarf að skila:
  • Árleg skýrsla safna til safnaráðs 
  • Ársreikningur safns
  • Ársskýrsla safns
 • Þau atriði sem skoðuð verða sérstaklega við eftirlit eru þessi:
  • Rekstur safnsins
  • Miðlun
  • Rannsóknir
  • Samstarfsverkefni
  • Móttaka skólanema

2) Eftirlit með húsakosti safns, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum.
Með eftirlitseyðublöðum safna og úttekt forvarða á staðnum.
Eftirlitinu er framfylgt með e
yðublöðum safna (sjá leiðbeiningar neðar á þessari síðu), sem eru í tveimur hlutum, auk myndaeyðublaðs:

Önnur gögn sem safn þarf að skila:

 • Staðfesting á virkni öryggiskerfa 
 • Niðurstaða mælinga á raka- og hitastigi og ljósmagni.
 • Teikningar af húsnæði

Þau atriði sem skoðuð verða sérstaklega við eftirlit eru þessi:

 • Hvort safnið fer eftir skilmálum safnaráðs varðandi
 • húsnæði
 • öryggismál
  • öryggiskerfi
  • varðveislu (ástand geymsluhúsnæðis og sýningarhúsnæðis, fyrirkomulag í geymslum og á sýningum)

Skilmála safnaráðs má sjá hér og í Handbók um varðveislu safnkosts

3) Eftirlit með skráningu gripa og aðgengi að safnkosti og sýningum.
Með úttekt sérfræðinga á staðnum og á gögnum eftir þörfum.

 • Gögn sem safn þarf að skila:
  • Aðgengi að skráningarkerfi safnsins
  • Tölulegar upplýsingar um stöðu skráningar
 • Þau atriði sem skoðuð verða sérstaklega við eftirlit eru þessi:
  • Staða skráningar
  • Gæði skráningar
  • Aðgengi að safnkosti
   • Á staðnum
   • Rafrænt
  • Miðlun til gesta