15.desember 2015 kl: 12-14
í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður,  Haraldur Þór Egilsson, Guðbrandur Benediktsson, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hilmar J. Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Forföll: Sigríður Björk Jónsdóttir.

Samþykkt og undirritun fundargerðar 145.  fundar safnaráðs

Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi
  2. Ráðning nýs framkvæmdastjóra safnaráðs, Þóru Bjarkar Ólafsdóttur
  3. Staða safnasjóðs kynnt fyrir safnaráði
  4. Verkefnastyrkir frá 13 umsóknaraðilum í safnasjóð árið 2015 eru ósóttir, verða þeir hvattir til að sækja styrkinn fyrir áramót
  5. Staða umsókna í safnasjóð 2016 var kynnt; alls hafa tæplega 40 rekstrarstyrksumsóknir borist og rúmlega 150 verkefnastyrksumsóknir
  6. Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis um viðurkenningu á Listasafni Akureyrar kynnt fyrir ráðinu
  7. Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis um synjun til Breiðdalsseturs á viðurkenningu kynnt fyrir ráðinu
  8. Árleg skýrsla safna; staða á verkefni kynnt fyrir ráðinu
  9. Eftirlitshlutverk safnaráðs; kynnt var fyrir ráðinu að þörf væri á frestun á vinnslu verkefnis til ársins 2016

Mál til ákvörðunar

1.       Ráðið fjallaði um upphæð rekstrarstyrkja árið 2016.  Guðbrandur Benediktsson og Haraldur Þór Egilsson lýstu yfir vanhæfi sínu í þessari ákvörðun og gengu af fundi á meðan tillagan var rædd. Lagt var til að upphæð rekstrarstyrks fyrir árið 2016 verði 800.000 kr.  Tillagan var samþykkt.

2.       Beiðni á frestun á nýtingu styrks frá Heiðari Kára Rannverssyni samþykkt

3.       Beiðni á frestun á nýtingu styrks frá Sarpi samþykkt

4.       Beiðni á frestun á nýtingu styrks frá Hvalasafninu á Húsavík samþykkt

5.       Skýrsla um söfn og ferðaþjónustu var unnin af Rannsóknasetri í safnafræðum var móttekin og verður hún birt á vef safnaráðs á næstunni. Í kjölfar skýrslunnar er áætlað að halda málþing á vordögum 2016

6.       Frá Rekstrarfélagi Sarps: Beiðni um aðgang að upplýsingum um ársfjöldaverk safna sem er notað sem grunnákvörðun við ákvörðun gjaldskrár gagnasafnsins Sarps. Safnaráð mun óska eftir áliti mennta- og menningarmálaráðuneytis á beiðni Sarps

Önnur mál: Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:10/ÞBÓ