29. september 2015 kl:12-14

í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður,  Haraldur Þór Egilsson, Guðbrandur Benediktsson, Sigríður Björk Jónsdóttir,  Margrét Hallgrímsdóttir, Halldór Björn Runólfsson og Ágústa Kristófersdóttir framkvst. Forföll: Anna Sigríður Kristjánsdóttir og Hilmar J. Malmquist.

Samþykkt og undirritun fundargerðar 144.  fundar safnaráðs

Mál til kynningar

1.       Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

2.       Staða safnasjóðs kynnt.

3.       Svar mennta- og menningarmálaráðuneytis við fyrirspurn safnaráðs varðandi fyrirkomulag við úthlutun stofnstyrkja skv. 11. gr. safnalaga kynnt. Ekki eru uppi áætlanir um að breyta fyrirkomulaginu.

4.       Ráðning nýs framkvæmdastjóra safnaráðs er í höndum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Safnaráð mun fá tillögu starfshóps um ráðninguna til umsagnar. Zuzana Stankovitsova vaktsjóri í Þjóðminjasafni mun svara brýnum erindum sem berast skrifstofu ráðsins á meðan beðið er eftir nýjum framkvæmdastjóra.

5.       Staðsetning skrifstofu safnaráðs verður óbreytt að sinni, leitað verður eftir samningi fyrir árið 2016 við Þjóðminjasafnið.

6.       Breytingartillögur mennta- og menningarmálaráðuneytis við úthlutunarreglur safnasjóðs samþykktar og verða reglurnar sendar ráðuneytinu til endanlegrar afgreiðslu. Gert er ráð fyrir að úthlutað verði eftir nýjum reglum á árinu 2017.

7.       Niðurstöður starfshóps um grisjun safnkosts á farskóla kynntar. Samþykkt að stofnaður verði starfshópur forstöðumanna höfuðsafnanna sem sjái um samræmingu stefnumótunar vegna grisjunar safnkosts. Framkvæmdastjóri safnaráðs verði starfsmaður hópsins. Höfuðsöfnin vinni áfram að stefnumótun varðandi grisjun hvert á sínu sviði.

Mál til ákvörðunar

1.       Tillaga um afgreiðslu umsókna tveggja stofnana um viðurkenningu samkvæmt safnalögum afgreidd. Tillaga safnaráðs verður send ráðherra mennta- og menningarmála til endanlegrar afgreiðslu.

2.       Beiðni um frest á nýtingu styrks frá Minjasafninu á Hnjóti samþykkt.

3.       Tillaga að stefnumótun safnaráðs samþykkt. Verður send mennta- og menningarmálaráðuneyti til skoðunar.

Önnur mál: Fráfarandi framkvæmdastjóra færðar þakkir fyrir störf sín fyrir ráðið.  Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:00/ÁK