21.05.2015 kl: 12-14

í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Haraldur Þór Egilsson, Guðbrandur Benediktsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, og Ágústa Kristófersdóttir framkvst. Forföll: Hilmar J. Malmquist og Anna Sigríður Kristjánsdóttir

Samþykkt og undirritun fundargerðar 141.  fundar safnaráðs

Gestur á fundinum: Eiríkur Þorláksson sérfræðingur í mennta og menningarmálaráðuneyti. Farið var yfir samskipti safnaráðs og mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Mál til kynningar

1.       Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi

2.       Safnalög og virkni þeirra, samþykkt að skoða sérstaklega hvort hægt sé að setja föst viðmið inn í lögin til að fækka þeim liðum sem byggja á mati og einnig styttingu frests vegna skila á skýrslum um nýtingu styrkja.

3.       Leiðbeiningar um myndatökur vegna skráningar, samþykkt að hvetja höfuðsöfnin til að setja viðmið um myndatökur sem eru sambærileg viðmiðum vegna skráningar. Verkefnið verið unnið í samráði við safnaráð. Strax verði send út áminning til viðurkenndra safna um að vanda myndatökur safngripa sem eru hluti af skráningu.

Mál til ákvörðunar

4.       Nýting styrkja árið 2013, allir styrkþegar hafa skilað inn skýrslum vegna nýtingar styrkja eða sótt um frest til nýtingar.

5.       Beiðni um frestun á nýtingu styrks frá Listasafni Árnesinga samþykkt og frestur veittur til ársloka 2015.

6.       Beiðni um frestun á nýtingu styrks frá Menningarmiðstöð Þingeyinga samþykkt og frestur veittur til ársloka 2015.

7.        Beiðni um úthlutun úr safnasjóði á árinu 2015 frá Síldarminjasafninu á Siglufirði synjað á þeim forsendum að að ekki finnast í umsóknargagnagrunni sjóðsins umsóknir frá safninu þrátt fyrir vandlega leit. Eins gat safnið ekki sýnt fram á að umsókn  hefði verið útfyllt og send sjóðnum með því að senda afrit af móttökukvittun sem öllum umsækjendum berst um leið og þeir hafa sent inn umsókn.

Önnur mál:

Gruðbrandur Benediktsson kynnti Evrópsku safnaverðlaunin. Næsti fundur safnaráðs verður 18. júní .  Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:00/ÁK