28.10.2014 12:00-14:00 í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

 Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Guðbrandur Benediktsson, Anna Lísa Rúnarsdóttir, Hilmar J. Malmquist, Svanfríður Franklínsdóttir, Halldór Björn Runsólfsson og Ágústa Kristófersdóttir framkvst. Forföll: Sigríður Björk Jónsdóttir.

 

Fundargerð 135. fundar undirrituð.

Mál til kynningar

1.       Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

2.       Staða safnsjóðs kynnt.

3.       Ákvæði um ábyrgðarsöfn í safnalögum skoðuð og samþykkt tillaga, borin fram á fundinum, um að stofna starfshóp þar sem forstöðumenn höfuðsafna ásamt framkvæmdastjóra safnaráðs sitja.

4.       Fyrirkomulag styrkveitinga úr safnasjóði: útfærsla verði unnin nánar í samráði við ráðgjafa frá Athygli.

 

Mál til ákvörðunar

1.       Veiting rekstrarstyrkja úr safnasjóði – nýjar úthlutunarreglur safnasjóðs samþykktar og verða nú sendar til kynningar og staðfestingar í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

2.       Tilboð frá rannsóknarsetri í safnafræði í rannsókn á samspili safna og ferðaþjónustu,  samþykkt.  Rannsóknin verður unnin í samráði við aðila ferðaþjónustunnar og safnaráð, lokaskil eru 31. mars 2015.

3.       Tillaga að útfærslu eftirlitshlutverks safnaráð, samþykkt. Eftirlitið verði þríþætt:

A)     Eftirlit með rekstri safns, unnið á skrifstofu safnaráðs. Með yfirferð yfir árlega skýrslu safna til safnaráðs.

B)      Eftirlit með húsakost safnsins, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum. Með úttekt forvarða á staðnum. (Kostnaðarmat lagt fram til upplýsingar.)

C)      Eftirlit með skráningu, aðgengi að safnkosti og miðlun. Með úttekt sérfræðinga á staðnum og á gögnum. Verkefnaráðinn sérfræðingur á sviði safnamála, 1,5 mánuðir á ári næstu þrjú árin.

 

Önnur mál:

1.       HJM vakti athygli á þeirri ákvörðun stjórnvalda að flytja steypireyðarbeinagrind  til Húsavíkur og hafa þar til sýnis án fulls samráðs við Náttúruminjasafnið og andstætt hagsmunum þess og lýsti áhyggjum af því fordæmi í meðferð náttúru- og menningarminja sem þetta kann að skapa. Sömuleiðis spurði HJM um málsmeðferð við viðurkenningu Hvalasafnsins á Húsavík á fundi ráðsins þann 2. október.

2.       HÞE kynnti stuttlega umræðu um höfundaréttarmál innan Félags íslenskra safna og safnmanna.

Fleira ekki rætt og fundi slitið 14:30/ÁK