15. maí 2014, kl. 11-13 á skrifstofu safnaráðs á 4. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

 Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Anna Lísa Rúnarsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hilmar Malmquist og Ágústa Kristófersdóttir framkvst. Guðbrandur Benediktsson,  boðaði forföll.

Fundargerðir 130 og 131. funda undirritaðar.

Mál til kynningar

1.       Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

2.       Árleg skýrsla safna til safnaráðs rædd og samþykkt að fá strafsmenn Hagstofunnar til að skoða hana og koma með ábendingar.

3.       3. gr. safnalaga – umræða um viðfangsefni næstu ára rædd og samþykkt að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að samband safna og ferðamennsku verði tekið til umfjöllunar.  Framkvstj. undirbúi minnisblað um efnið fyrir næsta fund.

4.       Rætt um fyrirhugað málþing safnaráðs um rannsóknir safna 6. nóvember n.k. og staða undirbúningsrannsóknar fyrir málþingið kynnt.

 Mál til ákvörðunar

1.       Endurupptaka tillögu ráðsins til ráðherra um að synja Minjasafninu á Bustarfelli um viðurkenningu. Samþykkt að leggja til við mennta og menningarmálaráðherra að safnið fái viðurkenningu samkvæmt safnalögum, þar sem samningar hafa náðst um fjármögnun starfseminnar.

2.       Endurupptaka tillögu ráðsins til ráðherra um að synja Sauðfjársetrinu á Ströndum um viðurkenningu. Samþykkt að leggja til við mennta og menningarmálaráðherra að safnið fái viðurkenningu samkvæmt safnalögum, þar sem samningar hafa náðst um fjármögnun starfseminnar.

3.       Endurupptaka tillögu ráðsins til ráðherra um að synja Safnasafninu um viðurkenningu. Samþykkt að leggja til við mennta og menningarmálaráðherra að safnið fái viðurkenningu samkvæmt safnalögum þar sem fjárhagur þess stenst nú viðmið ráðsins.

Önnur mál:

1.       Samþykkt að safnaráð skoði gildandi safnalög og meti reynsluna af vinnu safnaráðs eftir gildistöku þeirra.

2.       Ályktun stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga kynnt, en þar er harmað að safnið fái ekki lengur hærri rekstrarstyrk úr safnasjóði vegna sameingingar safna. 

3.       Samþykkt að hefja skoðun úthlutunar rekstrarstyrkja úr safnasjóð og að lagt verði fram minnisblað framkvæmdastjóra ekki síðar en á fundi ráðsins í ágúst.

4.       Tillaga að að næsti fundur, verði haldinn 12. júní frá 11-13.

Fleira ekki rætt og fundi slitið 12:50/ÁK