Námsbraut í safnafræði hóf göngu sína í Háskóla Íslands árið 2009. Safnafræði er nú kennd sem BA-nám sem aukagrein, framhaldsnám á meistarastigi og sem doktorsnám.

Safnafræði er í eðli sínu þverfagleg þar sem hinar ýmsu fræðigreinar tengjast störfum safna. Hér má nefna sagnfræði, fornleifafræði, listfræði, þjóðfræði, mannfræði, bókmenntafræði og málvísindi. Einnig raunvísindagreinar svo sem náttúrufræði og greinar líkt og forvörslu, kennslufræði og upplýsingatækni. Þá má nefna greinar sem tengjast stjórnun, tölvum, markaðs- og hagfræði og loks ferðamálafræðum, að ónefndum fjölda greina á sviði hönnunar og miðlunar.
Vefsíða námsbrautarinnar
Kynningarbæklingur um námið