Styrkþegar þurfa að skila skýrslu til safnaráðs um nýtingu styrkja úr safnasjóði. Öllum skýrslum um nýtingu styrkja er skilað í gegnum umsóknavef safnaráðs.

Skýrslum um nýtingu styrkja skal skilað í síðasta lagi tveimur árum eftir að styrkur fæst.

Eftirfarandi skýrslum um nýtingu stykja skal skilað:

  • Nýting verkefnastyrkja úr safnasjóði
  • Nýting símenntunarstyrkja úr safnasjóði
  • Nýting rekstrarstyrkja úr safnasjóði (vegna styrkveitinga frá árinu 2017 og síðar)

Athugið að heimilt er að krefjast endurgreiðslu hafi verkefni sem hlotið hefur styrk:

  • ekki verið unnið í samræmi við umsókn og þau gögn sem styrkveiting var byggð á
  • ekki verið unnið samkvæmt skilmálum sjóðsins
  • eða lokaskýrslu ekki verið skilað innan árs frá áætluðum lokum verkefnis