Vinna við stefnumótun safnaráðs

Samkvæmt safnalögum er það hlutverk safnaráðs að vinna að stefnumörkun um safnastarf í samvinnu við höfuðsöfn sem send er ráðherra til samþykktar. Í samræmi við þetta hlutverk samþykkti safnaráð á fundi sínum 20. mars 2013 að stofna starfshóp til að vinna að stefnumótun ráðsins. Leitað var til höfuðsafnanna Listasafns Íslands og Þjóðminjasafnsins ásamt námsbrautar í safnafræði við Háskóla Íslands um að tilnefna fulltrúa í starfshópinn. Fulltrú safnaráðs í hópnum er Haraldur Þór Egilsson og er hann jafnframt formaður hópsins.
Í starfshópnum eru:
Anna Lísa Rúnarsdóttir – Þjóðminjasafni Íslands
Rakel Pétursdóttir – Listasafni Íslands
Sigurjón Baldur Hafsteinsson – Námsbraut í safnafræði
Haraldur Þór Egilsson – safnaráði
Framkvæmdastjóri safnaráðs er starfsmaður hópsins.
Hópurinn hélt sinn fyrsta fund í maí og miðað er við að hann skili tillögum til safnaráðs í byrjun næsta árs. Í haust mun hópurinn leita eftir samráði við safnmenn víðsvegar um land og aðra hagsmunaaðila um áherslur stefnunnar.
Í leit sinni að innblæstri hefur starfshópurinn skoðað skýrslur og stefnumótun fjölmargra aðila og hér á síðunni má finna hlekki á þann hluta efnisins sem finna á á vefnum.
Þeir sem hafa áhuga á að koma hugmyndum, athugasemdum eða efni á framfæri við starfshópinn geta haft samband við skrifstofu safnaráðs safnarad@safnarad.is
Menningarstefna – þingsályktunartillaga sem samþykkt var 7. mars 2013
Skýrsla ríkisendurskoðunar um íslenks muna- og minjasöfn frá 2009
Going Further, The National Strategy for Scotland’s Museums and Galleries
Trendswatch 2013 – Back to the Future – American Alliance of Museums
Om fremtidens museumslandskab – Danska menntamálaráðuneytið ásamt Kulturarvsstyrelsen
Framtidas museum, skýrsla norska mennta- og kirkjumálaráðuneytisins frá 2009
Skýrsla Evrópu sambandsins um aðgengi og þátttöku frá 2012.
Skapandi greinar sýn til framtíðar, skýrsla starfshóps um skapandi greinar frá 2012
Talnasafn, ritgerð Þóru Bjarkar Ólafsdóttur um rekstrarumhverfi safna.