Úthlutunarferli fyrir aðalúthlutun úr safnasjóði árið 2019 verður flýtt

Tillögu verður skilað til mennta- og menningarmálaráðherra í byrjun janúar

Safnaráð samþykkti á 170. safnaráðsfundi sínum að flýta ferli fyrir aðalúthlutun úr safnasjóði frá og með aðalúthlutun 2019. Hafa viðurkennd söfn kallað eftir því að úthlutunarferli verði flýtt svo að hægt sé að nýta allt styrkárið til vinnu að verkefnum og til nýtingar rekstrarstyrkja.

Má geta þess að þetta annað árið í röð sem safnaráð flýtir úthlutunarferlinu söfnum og styrkþegum til hagsbóta.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt á fundinum:

  • Umsóknarfrestur er í síðasta lagi mánaðamót október/nóvember
  • Tillögu skilað til matsnefndar viku síðar
  • Fyrsti vinnufundur matsnefndar í kringum 15. nóvember
  • Matsnefnd skilar einkunnum til framkvæmdastjóra í kringum 10. desember
  • Úthlutunarfundur í upphafi árs
  • Tillögu skilað til ráðherra um 10. janúar

Tímasetningar eru til hliðsjónar og geta færst til, en gert er ráð fyrir því að nýtt starfsár hjá safnaráði hefjist með úthlutunarfundi. Verður breyttur umsóknarfrestur auglýstur í tæka tíð.