Umsóknir í safnasjóð 2015

Umsóknarfrestur til 15. nóvember 2015

Safnaráð auglýsir eftirumsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2015.

Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011.
Safnaráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá18. september 2013. Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum.
Til þess að geta sótt um rekstrarstyrk úr safnasjóði þarf safn að vera viðurkennt safn samkv. safnalögum nr. 141/2011.Söfn sem hljóta rekstrarstyrk á fjárlögum munu ekki hljóta rekstrarstyrk úr safnasjóði sama ár, en geta sótt um verkefnastyrki.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2014.
Umsóknum skal skila með því að fylla út umsóknareyðublað á vefsíðu safnaráðs.
Leiðbeiningar með umsóknareyðublaði má finna hér.
Nánari upplýsingar á skrifstofu safnaráðs.