Seinni hluti handbókar um varðveislu safnkosts kominn út

Útgefandi er Þjóðminjasafn Íslands

Sjá frétt á vef Þjóðminjasafns Íslands

Á degi forvörslu, 15. mars er útgefið seinna bindi handbókar um varðveislu safnskosts. Útgefandi er Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands  – Háskólabókasafn, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri handbókarinnar er Nathalie Jacqueminet, varðveislustjóri á Þjóðminjasafni Íslands.

Handbók um varðveislu safnkosts er samstarfsverkefni höfuðsafnanna á Íslandi og afrakstur samvinnu sérfræð­inga þessara stofnanna á sviði varðveislu. Hugtakið „safnkostur“ endurspeglar þá fjölbreytni sem er að finna í söfnum landsins þar sem safngripir eru margvíslegir: munir, ljósmyndir, bækur og skjöl.

Safnaráð óskar Þjóðminjasafni Íslands til hamingju með útgáfu handbókarinnar og fagnar því að rit sem þetta sé aðgengilegt á íslensku. Handbókin er grunnrit hvað varðar faglega umgengni og aðbúnað safnkosts viðurkenndra safna, finna má handbókina á vef safnaráðs undir leiðbeiningum fyrir viðurkennd söfn.