Breytingar á skipan safnaráðs

Nokkrar breytingar verða á skipan safnaráðs á nýju ári. Nú um áramót baðst Ragna Árnadóttir, varaformaður ráðsins, lausnar sem ráðsmaður í safnaráði. Í hennar stað hefur Anna Sigríður Kristjánsdóttir verið skipuð sem annar fulltrúi ráðherra í ráðið og tekur hún við sem varaformaður ráðsins af Rögnu.

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sem setið hefur í safnaráði stöðu sinnar vegna er á leið í ársleyfi frá störfum þjóðminjavarðar. Anna Guðný Ásgeirsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir verða báðar settar í starf þjóðminjavarðar í afleysingum fyrir hana. Anna Lísa mun sitja fundi safnaráðs.
Um leið og þeim Rögnu og Margréti eru þökkuð góð störf eru nýjir ráðsmenn boðnir velkomnir til starfa.
Fyrsti fundur ráðsins á árinu 2014 er áætlaður um miðjan febrúar.