Ársskýrsla safnaráðs 2014

Ársskýrsla safnaráðs fyrir árið 2014 er nú aðgengileg á vef ráðsins. Skýrslan var samþykkt á 141. fundi ráðsins þann 13. apríl s.l.

Í skýrslunni er yfirlit yfir úthlutun úr safnasjóði árið 2014. Þar er einnig samantekt á rekstri viðurkenndra safna árið 2013 sem getur nýst söfnum við gerð viðmiða í stefnumörkun. Safnráð birtir nú yfirlit yfir stöðu skráningar í 41 viðurkenndu safni sem sendi árlega skýrslu til ráðsins á árinu 2014. Tuttugu og tvö safnanna hafa skráð 80% eða meira af safnkosti sínum með rafrænum hætti. Fjögur söfn hafa aðeins skráð 20% eða minna rafrænt. Mikilvægt er að söfn skoði stöðu skráningarmála og setji sér markmið til lengri og skemmri tíma.
Skýrsluna má nálgast hér.