Úthlutun símenntunarstyrkja úr safnasjóði 2016

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað verkefnastyrkjum á sviði símenntunar (símenntunarstyrkjum) úr safnasjóði til viðurkenndra safna árið 2016. Alls fékk að þessu sinni 21 viðurkennt safn símenntunarstyrk, frá 100.000 kr. til 250.000 kr. hver, en heildarúthlutun var alls 4.603.125 kr. (PDF skjal)Hér má sjá lista yfir úthlutun símenntunarstyrkja.

Lesa meira

Vegna umsókna í safnasjóð 2017 – umsóknarfrestur til 7. desember 2016

Safnaráð minnir á að umsóknarfrestur í safnasjóð er út miðvikudaginn 7. desember 2016. Sótt er um í gegnum umsóknavef safnaráðs: https://www.safnarad.is/umsoknavefur-safnarads/opin-skil/ Á vefnum má finna leiðbeiningablað með umsóknum: https://www.safnarad.is/media/leidbeiningar/Umsoknavefur-safnarads—Leidbeiningar-utg2.pdf NOKKRAR HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR: Í talnareitum er hægt að setja brot (sem dæmi í árlegri skýrslu safna ef að ársverk eru 5,3) en athugið: það fer eftir tungumálastillingum …

Lesa meira