Fjögur söfn fá viðurkenningu

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 2. október 2014 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins 4 söfnum viðurkenningu. Það eru Byggðasafn Dalamanna, Byggðasafn Garðskaga, Hvalasafnið á Húsavík og Iðnaðarsafnið á Akureyri. Safnaráð tekur við umsóknum til afgreiðslu á árinu 2015 til 31. ágúst 2015. Frekari …

Lesa meira

Málþing um rannsóknir í söfnum 6. nóvember

Safnaráð stendur fyrir málþingi um rannsóknir safna í Þjóðminjasafninu þann 6. nóvember. Rannsóknir eiga að vera mikilvægur hluti af safnastarfi og ein af forsendum þess að safnastarf sé í takt við tímann. Safnaráð vill kanna og meta vægi rannsókna í starfi safna og finna leiðir til að styrkja þátt rannsókna í safnastarfi. Athyglinni verður beint …

Lesa meira

Upptaka af fræðslufundi safnaráðs

Upptaka. Dagskrá: 13:30 – Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs – Umsóknir í safnasjóð 2015 13:50 – Eiríkur Stephensen, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís: Um skilgreind verkefni   14:20 – Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneyti og Þóra Magnúsdóttir sérfræðingur í utanríkisráðuneyti: Þróunarsjóður EFTA og menningarsamstarf 14:50 – Haraldur Þór Egilsson, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri: …

Lesa meira

Umsóknir í safnasjóð 2015

Safnaráð auglýsir eftirumsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2015. Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Safnaráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá18. september 2013. Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum. Til …

Lesa meira