Breytingar á skipan safnaráðs

Nokkrar breytingar verða á skipan safnaráðs á nýju ári. Nú um áramót baðst Ragna Árnadóttir, varaformaður ráðsins, lausnar sem ráðsmaður í safnaráði. Í hennar stað hefur Anna Sigríður Kristjánsdóttir verið skipuð sem annar fulltrúi ráðherra í ráðið og tekur hún við sem varaformaður ráðsins af Rögnu. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sem setið hefur í safnaráði stöðu …

Lesa meira

Viðurkenning safna

Á 128. fundi sínum þann 18. desember s.l. samþykkti safnaráð tillögu um viðurkenningu safna. Hún hefur nú verið send mennta- og menningarmálaráðherra sem samkvæmt lögum tekur endanlega ákvörðun um viðurkenningar safna. Um leið og ráðherra hefur tekið ákvörðun verður niðurstaðan kynnt þeim söfnum sem sóttu um viðurkenningu.

Lesa meira

Umsóknarfrestur í safnasjóð liðinn

Umsóknarfrestur í safnasjóð rann út þann 31. desember s.l. Umsóknir verða nú teknar til umfjöllunar í ráðinu sem sendir tillögu um úthlutun úr sjóðnum til mennta- og menningarmálaráðherra. Ráðherra úthlutar úr safnasjóði. Gera má ráð fyrir niðurstöðu í mars.

Lesa meira